Færsluflokkur: Bloggar

Lestur-prestur

Skólarnir eru báðir komnir í gang og það er harka að færast í leikinn. Hef sjaldan ef einhvern tíman þurft að skila jafn mörgum verkefnum og ég þarf að gera núna. Næstu verkefnaskil á fimmtudag, svo á mánudaginn, því næst á miðvikudaginn og svo á fimmtudaginn. Svo bætist inní að ég þarf að halda 2 fyrirlestra, 2 andmæli, skila stóru verkefni, ritgerð og nokkrum fréttum, fréttaskýringum, pistlum og greinum. Auk þess það svo kennslan sem er í fullum gangi. En það er þó gaman að fá smá tækifæri til að tuða.

Mér skilst að blogg sé ekki töff lengur. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög latur að skoða blogg þessa dagana en það ætti þó ekki að koma að sök.

 

Í fréttum er það helst að allt er að fara til fjandans. Olíuverð hækkaði í BNA um metupphæð í dag, best að fylla á bílinn í fyrramálið. karlrembur fá hærri laun en aðrir, ungt fólk segir að greiðsla fyrir heilbrigðisþjónustu sé þess valdandi að ungt fólk fari síður til læknis. Allar 5 mest lesnu fréttirnar á visi.is eru um fræga fólkið. Að lokum eru í kringum 53.000 börn í Kína veik þar sem þau drukku mengaða þurrmjól.

Jæja, farinn í göngutúr


Allt fram streymir endalaust

Fyrsta vika háskólans liðin og ekkert nema gott um það að segja. Þetta rennur allt ljúflega af stað en mikil verkefnavinna væntanleg. Það er þó bara hressandi og ágætt að halda manni vakandi og tengdum við líðandi stundir.

SjónvarpÉg var áðan í áfanganum Fréttamennska og þar vorum við að geta okkur til um hverjar fréttirnar verða í kvöldfréttum RÚV og Stöðvar2 og í hvaða röð þær verða. Mjög skemmtilegt verkefni. Von er á fleiri spennandi verkefnum á næstunni og í raun alla önnina. Þarf að ræða um fjölmiðla sem fjórða valdið, stöðu íslands í alþjóðakerfinu o.s.frv. Partýstuð og stemmari.

Var annars staddur í bústað í Borgarfirðinum nú um daginn þar sem Lilja, systir hennar og nokkrar frænkur (ásamt mökum) voru að halda hitting. Það var mjög ágætt, heitur pottur og spil, hamborgarar og læri... og læti.

 Efsta fréttinn á mbl.is í þessum rituðu orðum er um hjón sem tóku upp kartöflur í morgun. Gúrkutíð?

 

Jæja, þarf að .... eitthvað


Áframhaldandi skrif

Byrjaði síðasta mánudag í mastersnámi í blaða- og fréttamennsku. Er enn sem komið er bara búinn að fara í einn tíma og þar vorum við 6 sem mættum sem var skrítið þar sem það voru heilir 10 nemendur skráðir í áfangann. Það var þó gaman að sjá að meistaranemar í blaða- og fréttamennsku hafa séraðstöðu þar sem m.a. má finna mjög nýjar tölvur með fullkomnum klippigræjum sem við ráðumst í eftir áramót (að því er mér skilst).

Ég ákvað í tilefni áframhaldandi náms að starta þessu bloggi aftur til að reyna að rifja upp hvernig best er að koma hugsunum frá sér. Vonandi skilar það árangri.

The Script

Þess má annars geta að tónlist er af hinu góða og mæli ég með hljómsveitinni The Script sem voru að gefa út samnefnda plötu nú ekki fyrir löngu. Platan er inniheldur lög sem eru stórfín og/eða ágæt. Allavegana ný nýbreytni fyrir þá sem eru ekki búnir að heyra eitthvað nýtt nýlega (of mikið ný?)

Fimmtudagurinn næsti verður spennandi. Hví? Jú, því þá byrjar NFL aftur eftir langt vor- og sumarfrí. Fyrsti leikurinn er á milli núverandi meistara New York Giants og Washington Redskins. Spennandi. Svo keppa mínir menn í Seattle Seahawks á sunnudaginn.

 

Tvær mest lesnu fréttirnar á mbl.is eru slúðurtengdar. Önnur um ástarsamband Michael Jacksons og Pamelu Anderson, hin um Pete Doherty. Þriðja vinsælasta fréttin útskýrir af hverju Danir unnu ekki gullið á ólympíuleikunum í handbolta. Þær fréttir sem mest eru sendar manna á milli í gegnum mbl.is eru um uppruna salmónellusýkingar, gjaldeyrislán ríkisstjórnarinnar og niðurstöður rannsókna um orsakir reykinga. Niðurstöður liggja því fyrir: Fólk sem notar tölvupóst er málefnalegra en aðrir.

Flag Football á fimmtudaginn endilega verið memm.


Vorið komið?

Það er farið að hlýna og það er mjög fínt, sumarið er alltaf yndislegt þegar að því kemur en þangað til verður maður að sætta sig við vorið og páskana sem eru á næsta leiti. Þessi vika verður einmitt síðasta vinnuvikan fyrir páska og það er ekki laust við að það er fínt að fá smá tíma til að anda í gegnum nefið og jafnvel plana framtíðina, aðallega til að breyta áætlunum sínum þegar lengra er haldið. Annars verður sumarið að líkindum mjög fínt, tvær skemmtilegar íþróttahátíðir og báðar á RÚV eftir því sem ég best fæ séð. Það eru að sjálfsögðu ólimpíuleikarnir og EM. Það ætti að vera fínt að glápa á það á meðan góða veðrið dansar fyrir utan gluggann.

Fór á Superstar í gær með Lilju, Auði og Mimma. Ég skemmti mér vel en hafði samt hitt og þetta út á verkið að setja. Til að byrja með fannst mér sviðsmyndin og hljómsveitin frábær. Hef ekkert slæmt út á það að setja. Það sem angraði mig hvað mest við sýninguna var þessi nýja þýðing. Það virðist einhver hafa haft þá þolinmæði að fara í gegnum allt verkið með samheitaborðabók og umorðað það sem hann/hún fann ekki samheiti yfir. Eins og einhver sagði "Ef þú hefur ekkert nýtt að segja skaltu bara þegja". En allt í allt var þetta mjög skemmtilegt og ég mæli með sýningunni fyrir alla. ALLA! Eða allavega marga

 

Annað var það ekki. Óska ykkur öllum ánægjulegrar byrjunar á vikunni.


Hlaupársdagur

Ég ætla að kasta fram ógerlegu loforði. Ég skal alltaf blogga á þessum degi. Takk....takk

Ég veit að þessi fyrsta lína var furðuleg, en hún er alla veganna skárri en lína númer 2.

Þetta er lína númer þrjú, hún hefur ekkert nafn.


Þetta súmmerar nokkurn vegin hvernig mér líður... þ.e.a.s. undarlega. En það er allt í lagi það er venjulegt að vera óvenjulegt.

Gamlir siðir og forníslenskar venjur eru skemmtilegar t.d. þessi hér

Það er alltaf svo skemmtilegt hvernig maður fer að því að súmmera upp hugsanir sínar með því að segja allt annað en hugsanir sínar. Því kemur hér mynd sem ég gerði ekki, en hún er samt sem áður skemmtileg.

itrytoputon128389842783593750


Útskrift

Jæja, þá er loksins komið að því, á laugardaginn, þ.e. 23.febrúar er ég að fara að útskrifast með BA gráðu í íslensku með fjölmiðlafræði sem aukafag. Þetta tók smá tíma (samt ekkert lengri en hjá flestum öðrum) en var samt mjög gaman. Sé ekki eftir þeim árum sem fór í þetta þrátt fyrir að þetta sé e.t.v. ekki það sem ég muni starfa við í framtíðinni. En eins og með margt annað er það bara eitthvað sem tíminn mun leiða í ljós.

Annað í fréttum, Auður og Inga Gerða eru afmælisbörn líðandi stundar. Ég óska þeim báðum til hamingju með það þó að ég sé ekki viss um að þær lesi þetta blogg.

Páskarnir virðast vera að nálgast á gífurlegum hraða, alla veganna eru búðir farnar að fyllast af páskaeggjum, eða allavega eru páskaegg þar, kannski ekki nógu mörg til að fylla mörg hundruð fermetra verslun... en samt alla veganna 2.

Var að fá amerískan fótbolta, það er gaman að kasta honum og gaman að grípa. Furðuleg skepna. 

breakup(1)


Viðurkenning

Ég verð að viðurkenna að þó að ég hafi verið nokkuð duglegur að blogga undanfarið hef ég lítið nennt að breyta öðrum þáttum bloggsins, þ.e.a.s. að bæta inn vinum og vandamönnum, setja aðra hlekki o.s.frv. Ég hætti mér vonandi í það bráðum, en það kemur þá bara í ljós þegar á líður.

Pro Bowl búið í Bandaríkjunum. Leikurinn var fínn og enn og aftur skondið hvernig fór með val í liðin. fyrir þá sem ekki vita þá erpro bowl einhvers konar All-stars leikur í amerískum fótbolta og í liðið voru valdir 6 menn úr Seattle Seahawks en aðeins 1 úr New York Giants (sem unnu Superbowl). Magnað hvað liðið komst langt á liðsheild og samstöðu. Aðdáunarvert jafnvel. 

Núna e næst að bíða rólega eftir NFL draftinu og sjá hvaða áherslur verða í liðunum, verð að viðurkenna að það er auðvelt að sogast í þetta allt saman þó að ég hafi aldrei verið neitt góður að muna nöfn þá virðist það síast inn smám saman

Annars er það í fréttum að við Lilja missum líklega íbúðina einhvern tíman núna í vor og þarf ég því að finna mér einhver stað til að leigja núna  næsta sumar. Ef þið hafið hugmyndir eða hugdettur, endilega látið mig vita.

Er að fara á Baðstofuna eftir Hugleik Dagson núna í kvöld og það verður spennandi. Hugleikur er alltaf hress, þrátt fyrir að Leg hafi ekki "meikað mikið sens" í heildina átti það marga skemmtilega spretti og vonandi líka margt jákvætt að finna í þessu verki.

Lög líðandi stundar:

Men without hats - Safety Dance

Calvin Harris -  Acceptable In The 80's


Kosningar

Háskólakosningarnar eru búnar og þær voru frekar undarlegar eins og venjulega. Minna mig stundum á Futurama þátt þar sem tveir frambjóðendur eru að rökræða, annars vegar Jack Johnson og hins vegar John Jackson. Þeir eru klón og málefnin eftir því. Oft virðast ekki vera mikill málefnalegur munur á þessum tveim flokkum/hópum

Það sem er hvað undarlegast við þessar kosningar hlýtur að vera þessi frétt. Einhver setti s.s. frétt inná samfylkingin.is og bað alla jafnaðarmenn í HÍ að kjósa Röskvu. Það finnst mér undarlegt, ekki við hæfi og minnkaði álit mitt á Röskvu. Fréttin er horfin núna, en það skiptir kannski ekki máli þar sem kosningarnar eru búnar og Röskva vann með 6 atkvæðum. Kaust þú?

oooohhhh


Superbowl og Todd

Enn ein helgin liðin og ný vika byrjuð. Þessi verður ágæt. Inniheldur meðal annars öskudag, sprengidag og bolludag, í öfugri röð. Helgin var samt mjög fín í flesta staði.

New York Giants unnu New England Patriots í Superbowl núna síðastliðna nótt og komu mörgum á óvart. Leikurinn var nokkuð rólegur en þó nokkuð spennandi. Það virðist hafa sannast sem sagt hefur verið að það er varnarleikurinn sem vinnur leiki en Giants voru með þrusugóðavörn lengi vel í leiknum. Það kom mér því dálítið leiðinlega á óvart að Eli Manning leikstjórnandi Giants skuli hafa unnið MVP (besti leikmaðurinn) því hann var ekkert að standa sig neitt það vel að frátöldum síðustu 5 mínútunum. Á meðan voru t.d. varnarmaður Giants með 2 sacks (felldi s.s. leikstjórnanda Patriots tvisvar) og náði einu sinni forced fumble (tæklaði einhvern svo hart að sá hinn sami missti boltann). Að sama skapi jafnaði wide receiver hjá Patriots (gaur sem sér um að grípa sendingar) að nafni Wes Welker Superbowl met í gripnum sendingum eða 11 stykkjum. Síðasti gaur sem gerði það sama var þá valinn MVP. En hver er ég að dæma?

Fór á Sweeney Todd um helgina líka með Lilju, Emma og Steinunni og hittum þar Ingu Gerðu og Jón en myndin sú kom mér nokkuð skemmilega á óvart. Mér fannst lögin fín en þau verða enn betri við aðra og þriðju hlustun. Mæli með henni fyrir alla þá sem unna góðri skemmtun.

Það næsta á dagskrá í sportinu er þá NFL Drafti, gaman að sjá hverjir fara hvert og hver verður Mr. Irrelevant.

Það er strax kominn febrúar... ótrúlegt


Gengur enn

Annað blogg á frekar stuttum tíma. Þá er kannski einhver von eftir allt saman?

-Kemur í ljós

Það er alltaf skondið hvað það getur tekið langan tíma að venjast nýju ári. Það var síðast í dag sem ég hikaði þegar ég var að skrifa ártalið, þó ekki af því að ég vildi skrifa 2007 heldur 2006. Hressandi.

Það er stórfurðulegt hvað maður getur fengið mörg símtöl án þess að heyra frá neinum. Núna rétt áðan var Atli Bjarna að hringja í mig og spyrja mig hvort ég ætlaði að kjósa Vöku, í gær hringdi Röskva og spurði hvað ég ætlaði að kjósa. Núna áðan hringdi kona frá Kaupþingi og vildi ólm koma mér í viðskipti hjá sínum banka. Ég leifði henni að sjálfsögðu að spyrja mig spjörunum úr mína hagi og svo ætlar einhver í viðbót að hringja aftur í mig með eitthvað frábært tilboð sem ég get ekki neitað, en geri þó kannski. Svo var Capacent að hringja í mig og spyrja hvort ég vildi ekki endilega taka þátt í könnun. Það var æðislegt. Ég fékk fráhvarfseinkenni og varð að hringja í einhvern sem ég þekkti, bara til að minna mig á að síminn minn er samskiptatæki, ekki auglýsingatæki... stundum alla vega.

Gleðilega helgi allir saman 

 

p.s. hefur einhver áhuga á að koma í badminton á laugardaginn?


Næsta síða »

Um bloggið

Frávita Forgarður

Höfundur

Andri Már
Andri Már
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ader_421225
  • ...header

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband