22.9.2008 | 21:57
Lestur-prestur
Skólarnir eru báðir komnir í gang og það er harka að færast í leikinn. Hef sjaldan ef einhvern tíman þurft að skila jafn mörgum verkefnum og ég þarf að gera núna. Næstu verkefnaskil á fimmtudag, svo á mánudaginn, því næst á miðvikudaginn og svo á fimmtudaginn. Svo bætist inní að ég þarf að halda 2 fyrirlestra, 2 andmæli, skila stóru verkefni, ritgerð og nokkrum fréttum, fréttaskýringum, pistlum og greinum. Auk þess það svo kennslan sem er í fullum gangi. En það er þó gaman að fá smá tækifæri til að tuða.
Mér skilst að blogg sé ekki töff lengur. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög latur að skoða blogg þessa dagana en það ætti þó ekki að koma að sök.
Í fréttum er það helst að allt er að fara til fjandans. Olíuverð hækkaði í BNA um metupphæð í dag, best að fylla á bílinn í fyrramálið. karlrembur fá hærri laun en aðrir, ungt fólk segir að greiðsla fyrir heilbrigðisþjónustu sé þess valdandi að ungt fólk fari síður til læknis. Allar 5 mest lesnu fréttirnar á visi.is eru um fræga fólkið. Að lokum eru í kringum 53.000 börn í Kína veik þar sem þau drukku mengaða þurrmjól.
Jæja, farinn í göngutúr
Um bloggið
Frávita Forgarður
Tenglar
Bloggsíður
Annað
Tröffarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.