Allt fram streymir endalaust

Fyrsta vika háskólans liðin og ekkert nema gott um það að segja. Þetta rennur allt ljúflega af stað en mikil verkefnavinna væntanleg. Það er þó bara hressandi og ágætt að halda manni vakandi og tengdum við líðandi stundir.

SjónvarpÉg var áðan í áfanganum Fréttamennska og þar vorum við að geta okkur til um hverjar fréttirnar verða í kvöldfréttum RÚV og Stöðvar2 og í hvaða röð þær verða. Mjög skemmtilegt verkefni. Von er á fleiri spennandi verkefnum á næstunni og í raun alla önnina. Þarf að ræða um fjölmiðla sem fjórða valdið, stöðu íslands í alþjóðakerfinu o.s.frv. Partýstuð og stemmari.

Var annars staddur í bústað í Borgarfirðinum nú um daginn þar sem Lilja, systir hennar og nokkrar frænkur (ásamt mökum) voru að halda hitting. Það var mjög ágætt, heitur pottur og spil, hamborgarar og læri... og læti.

 Efsta fréttinn á mbl.is í þessum rituðu orðum er um hjón sem tóku upp kartöflur í morgun. Gúrkutíð?

 

Jæja, þarf að .... eitthvað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frávita Forgarður

Höfundur

Andri Már
Andri Már
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ader_421225
  • ...header

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband