2.9.2008 | 23:11
Áframhaldandi skrif
Byrjaði síðasta mánudag í mastersnámi í blaða- og fréttamennsku. Er enn sem komið er bara búinn að fara í einn tíma og þar vorum við 6 sem mættum sem var skrítið þar sem það voru heilir 10 nemendur skráðir í áfangann. Það var þó gaman að sjá að meistaranemar í blaða- og fréttamennsku hafa séraðstöðu þar sem m.a. má finna mjög nýjar tölvur með fullkomnum klippigræjum sem við ráðumst í eftir áramót (að því er mér skilst).
Ég ákvað í tilefni áframhaldandi náms að starta þessu bloggi aftur til að reyna að rifja upp hvernig best er að koma hugsunum frá sér. Vonandi skilar það árangri.
Þess má annars geta að tónlist er af hinu góða og mæli ég með hljómsveitinni The Script sem voru að gefa út samnefnda plötu nú ekki fyrir löngu. Platan er inniheldur lög sem eru stórfín og/eða ágæt. Allavegana ný nýbreytni fyrir þá sem eru ekki búnir að heyra eitthvað nýtt nýlega (of mikið ný?)
Fimmtudagurinn næsti verður spennandi. Hví? Jú, því þá byrjar NFL aftur eftir langt vor- og sumarfrí. Fyrsti leikurinn er á milli núverandi meistara New York Giants og Washington Redskins. Spennandi. Svo keppa mínir menn í Seattle Seahawks á sunnudaginn.
Tvær mest lesnu fréttirnar á mbl.is eru slúðurtengdar. Önnur um ástarsamband Michael Jacksons og Pamelu Anderson, hin um Pete Doherty. Þriðja vinsælasta fréttin útskýrir af hverju Danir unnu ekki gullið á ólympíuleikunum í handbolta. Þær fréttir sem mest eru sendar manna á milli í gegnum mbl.is eru um uppruna salmónellusýkingar, gjaldeyrislán ríkisstjórnarinnar og niðurstöður rannsókna um orsakir reykinga. Niðurstöður liggja því fyrir: Fólk sem notar tölvupóst er málefnalegra en aðrir.
Flag Football á fimmtudaginn endilega verið memm.
Um bloggið
Frávita Forgarður
Tenglar
Bloggsíður
Annað
Tröffarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef mikinn áhuga á því að heyra útskýringuna á því af hverju Danir unnu ekki gullið. Fer strax í það að leita af því!!
Lilja Laufey (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.