21.2.2008 | 23:32
Útskrift
Jæja, þá er loksins komið að því, á laugardaginn, þ.e. 23.febrúar er ég að fara að útskrifast með BA gráðu í íslensku með fjölmiðlafræði sem aukafag. Þetta tók smá tíma (samt ekkert lengri en hjá flestum öðrum) en var samt mjög gaman. Sé ekki eftir þeim árum sem fór í þetta þrátt fyrir að þetta sé e.t.v. ekki það sem ég muni starfa við í framtíðinni. En eins og með margt annað er það bara eitthvað sem tíminn mun leiða í ljós.
Annað í fréttum, Auður og Inga Gerða eru afmælisbörn líðandi stundar. Ég óska þeim báðum til hamingju með það þó að ég sé ekki viss um að þær lesi þetta blogg.
Páskarnir virðast vera að nálgast á gífurlegum hraða, alla veganna eru búðir farnar að fyllast af páskaeggjum, eða allavega eru páskaegg þar, kannski ekki nógu mörg til að fylla mörg hundruð fermetra verslun... en samt alla veganna 2.
Var að fá amerískan fótbolta, það er gaman að kasta honum og gaman að grípa. Furðuleg skepna.
Um bloggið
Frávita Forgarður
Tenglar
Bloggsíður
Annað
Tröffarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með áfangann. Ótrúlega stutt síðan við vorum að byrja á þessu "stöffi", svona ef maður lítur í baksýnisspegilinn
Vona að framtíðin verði þér góð hvað sem þú tekur þér fyrir hendur.
Skál fyrir þér! Kveðja, Áslaug
Áslaug (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:47
Þú stendur þig vel!
Elmar (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:58
Ó jú ég kíki alltaf reglulega og þakka kærlega fyrir afmæliskveðjuna. Langar að óska þér innilega til hamingju með áfangann í gær
Ausa (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 17:00
til lukku með þetta væni :)
þú ert æðibiti.
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:54
Hihi til hamingju með áfangann um daginn! og jújú ég kíki af og til
Inga Gerða (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.