9.2.2008 | 20:36
Kosningar
Háskólakosningarnar eru búnar og þær voru frekar undarlegar eins og venjulega. Minna mig stundum á Futurama þátt þar sem tveir frambjóðendur eru að rökræða, annars vegar Jack Johnson og hins vegar John Jackson. Þeir eru klón og málefnin eftir því. Oft virðast ekki vera mikill málefnalegur munur á þessum tveim flokkum/hópum
Það sem er hvað undarlegast við þessar kosningar hlýtur að vera þessi frétt. Einhver setti s.s. frétt inná samfylkingin.is og bað alla jafnaðarmenn í HÍ að kjósa Röskvu. Það finnst mér undarlegt, ekki við hæfi og minnkaði álit mitt á Röskvu. Fréttin er horfin núna, en það skiptir kannski ekki máli þar sem kosningarnar eru búnar og Röskva vann með 6 atkvæðum. Kaust þú?
oooohhhh
Um bloggið
Frávita Forgarður
Tenglar
Bloggsíður
Annað
Tröffarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki að ég telji það vera einhverja vörn fyrir Röskvu (því ég er sammála, mér finnst þetta ekki við hæfi) en a.m.k. 2 pistlar birtust á deiglunni.com (þar sem ungir Sjallar skrifa fyrir hvern annan) þar sem agiterað var fyrir Vöku. Ergo: Vaka er ekki skömminni skárri.
Steinunn R. (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 12:44
Ja, þetta er sætur köttur. Ekki vera vondur við hann þó að hann hafi borðað kökuna þína...
Lilja Laufey (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.