31.1.2008 | 21:53
Gengur enn
Annað blogg á frekar stuttum tíma. Þá er kannski einhver von eftir allt saman?
-Kemur í ljós
Það er alltaf skondið hvað það getur tekið langan tíma að venjast nýju ári. Það var síðast í dag sem ég hikaði þegar ég var að skrifa ártalið, þó ekki af því að ég vildi skrifa 2007 heldur 2006. Hressandi.
Það er stórfurðulegt hvað maður getur fengið mörg símtöl án þess að heyra frá neinum. Núna rétt áðan var Atli Bjarna að hringja í mig og spyrja mig hvort ég ætlaði að kjósa Vöku, í gær hringdi Röskva og spurði hvað ég ætlaði að kjósa. Núna áðan hringdi kona frá Kaupþingi og vildi ólm koma mér í viðskipti hjá sínum banka. Ég leifði henni að sjálfsögðu að spyrja mig spjörunum úr mína hagi og svo ætlar einhver í viðbót að hringja aftur í mig með eitthvað frábært tilboð sem ég get ekki neitað, en geri þó kannski. Svo var Capacent að hringja í mig og spyrja hvort ég vildi ekki endilega taka þátt í könnun. Það var æðislegt. Ég fékk fráhvarfseinkenni og varð að hringja í einhvern sem ég þekkti, bara til að minna mig á að síminn minn er samskiptatæki, ekki auglýsingatæki... stundum alla vega.
Gleðilega helgi allir saman
p.s. hefur einhver áhuga á að koma í badminton á laugardaginn?
Um bloggið
Frávita Forgarður
Tenglar
Bloggsíður
Annað
Tröffarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.